Monthly Archives: April 2004

Það þurfti svo sannarlega stóran strák til að bera svona stórt hjarta.

Ég var svo heppin að fá að kynnast Þórði í haust þegar skólinn byrjaði. Við vorum bæði í morfísliðinu og í öllum þeim undirbúningi var gott að vita af honum nálægum. Hann var svo fallegur og frábær strákur. Yndislegur hreint út sagt. Svona lítill skóli þolir ekki illa svo þungt högg. Ég held að flestir hér hafi einhvern tíman talað við Þórð og allir hafa tekið eftir honum. Hann var svo yndislega opin og hress. Við bíðum enn eftir að hann gangi inn í skólann með bros á vör. En það gerist ekki. Það er svo átakanlegt að kveðja hann. Maður spyr sig afhverju hann hafi gert þetta. En við fáum aldrei svar. Að lokum vil ég votta fjölskyldu hans og aðstandendum samúð mína. Við höfum misst mikið. ……… Hér er bréf til Þórðar: Kæri Þórður Ég skrifaði bréf til þín í skólanum, en það var svo margt sem ég vildi segja og svo lítið pláss í því bréfi. Þess vegna skrifa ég annað hér: Það er sárt að vita til þess að maður fái aldrei aftur að sjá þennan yndislega strák sem að þú varst Þórður minn. Það er sárt að vita til þess að maður fái ekki að sjá þig fullorðnast, vaxa og dafna. Kannski ekki að vaxa vegna þess að þeir sem þekktu þig vissu að það hefði verið ansi mikið sagt, að þú af öllum mönnum hefði þurft að vaxa (2 metrar +). Þú hafðir nóg af hlýju og vissir af því, enda gafstu nóg af hlýjunni til okkar hinna. Hef aldrei, að ég held, kynnst jafn brosmildum manni. Þú varst alltaf brosandi. Ég man alltaf vel eftir einu kvöldi. Kvöldið eftir gettu betur keppnina á móti FG. Við horfðum á keppnina heima hjá þér, ég, þú, mamma þín og Pétur Snær. Þú gafst Pétri hamstur (alltaf svo góður). Þá var summer of 69 sett á replay. “er það búið? Nú þá er bara að spila það aftur”. Svo fórum við á rúntinn. Hittum Sindra og Sjöfn. Veit ekki afhverju, en ég man alltaf voða vel eftir þessu kvöldi. “Summer of 69.” Ég trúi ekki enn að þetta hafi gerst. “Hvað er þetta, hann er bara enn á Dalvík”. Að maður skuli reyna að blekkja sig svona. En málið er að sannleikurinn er bara svo sár að ég vil lifa í blekkingu. Við viljum öll að þú sért hér enn. Þú varst svo yndislegur strákur og þeir sem þekktu þig eiga eftir að sakna þín sárt. Þeir sem þekktu þig ekki… það var þeirra missir. Ég verð alltaf þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og ég veit að við munum aldrei gleyma þér. Ég veit ekki alveg hvað ég á að skrifa meira. Það er úr svo mörgu að taka. Það er allt á rúfi og stúfi í kollinum á mér þessa dagana. Læt þetta duga í bili. Sendi þér svo kannski eina og eina línu þegar ég fæ þá löngun. Ætla að enda þetta. Í bili. Eins og Ásrún orðaði það svo vel, það þurfti svo sannarlega stóran strák til að bera svona stórt hjarta. Ég brosi í gegnum tárin er ég minnist þín. Vona að þér líði sem allra best þar sem þú ert núna. Ég mun aldrei gleyma þér.

Hlíf Steinsdóttir

Þórður Willardsson

Ekkert í heiminum er hverfullara en þú allt sem ég sé er ekki hér nú því í draumaheimi er ég með þér og alltaf hverfur þú frá mér Þegar augun opnast finn ég til og sársaukinn hríslast um mig Þá allt sem ég þrái og allt sem ég vil er að halda utan um þig. þegar ég fann þetta ljóð sem ég hafði skrifað í bókina mína hugsaði ég til þeirrar tilfinningu sem ég fann þegar ég heyrði um dauða þinn. mér þykir ótrúlega vænt um þig og mun aldrei gleima þér þó að ég hafi ekki verið dugleg að sína það. nú mun ég reyna að hugsa til þín með gleði í hjarta og vera ánægð fyrir þær stundir sem ég mátti eiga með þér. takk fyrir að hafa komið inn í líf mitt.

Ingunn Hjaltalín

Elsku Þórður.. Ha kúna ma tata;)

Elsku Þórður minn.. Þú hefur fengið aldeilis fallega síðu hérna! Ha? Þú áttir marga góða vini elsku kallinn minn 🙂 En ég vil bara votta öllum mína dýpstu samúð, og hugsa \”Ha kúna ma tata\” á sona erfiðri stundu.. (Þetta segði hann Doddi alltaf 🙂 Ég man það svo vel að við hrfðum á Lion King einn daginn og eftir það heyrðist alltaf \”Ha kúna ma tata\” Ella mín, og með þessari setningu fylgdi stórt og mjúkt faðmlag frá þér.. Ég vil minnast þín með brosi og hlátri elsku kallinn minn, þó það sé erfitt þessa dagana, en stundum kemst ég ekki hjá því að hlæja af þér! -Þú varst bara svo hress.. Ég er að leita að ljóði handa þér, en finn ekkert nógu gott! En það kemur 🙂  Og setningin sem ég \”kenndi\” þér, sem peppaði mig upp \”Someone loves you honey\” Þetta skulum við öll hafa í huga. En elsku Þórður minn, égér búin að skrifa til þín nokkur brég sem koma til þín í maí.. Mundu svo bara að \”sprellan þín gellan þín\” hugsar til þín..

Elíngunn Rut.

Minning um Þórð †

En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið, og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo vinur kæri vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín geta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna.

Pétur Snær

Sorg og ekkert nema sorg…

Þessi dagur og eiginlega öll vikan verður tileinkuð honum Þórði mínum…en hann lést á sunnudagsmorgun 17 ára að aldri. Þórður var einn sá besti og traustasti vinur sem nokkur getur hugsað sér.. allavega frá mínu sjónarhorni. Hann var uppalinn á Dalvík og var einn mesti norðlendingur sem ég þekki. Án hans hefði Hraðbraut verið ótrúlega flöt á köflum. Mér finnst einsog það vannti 210cm í hjarta mitt. Maður gat bæði átt með honum algerar Guffa stundir og líka háalvarlegar samræður. Hann átti háleit markmið, var fluggáfaður, ótrúlega skýr strákur og allra manna yndi. Eins og þið kannski flest vitið þá hef ég gengið í gegnum margt og horft á eftir mörgum en enginn hefur verið grátið jafn sárt og þú Þórður minn (jajj nema kannski hundurinn minn en það er líka önnur saga). Manni fannst maður oft vera staddur á sjónum um aldarmótin 1900 þegar hann hóf upp raustina, sló sér á læri og sagði manni ýkjusögur af öfum sínum og forfeðrum. Ég vona að það séu góðir körfuboltavellir hinu megin því Þórður hafði unun af körfu og ætlaði að reyna að komast í NBA og fá þannig háskólastyrk…. hann hafði ná hæðina í það. Ég var eimitt að pæla þegar ég segi hinu meginn… skyldi hann vera í Valhöll eða himnaríki?? Hann var nebblilega sanntrúaður Ási! Hvar sem hann er þá er hann á góðum og fallegum stað sem er eingöngu ætlaður hjarthreinu og góðu fólki eins og honum….. Elsku Þórður Willardson minning þín lifir í hjörtum okkar allra sem vorum blessuð að fá að kynnast þér! Ég votta henni Tótu mömmu hans mína innilegustu samúð en hún er ein yndislegasta kona sem ég hef kynnst. Hún sá á mér aum og tók mig uppá sína arma þegar að hún sá að ég var einn og þekkti engan á skólasetningunni hér forðum… hún er sönn lopapeysa eins og ég Einnig votta ég systkinum hans og aðstandendum samúð mína.

Hákon Guðröðarson