Monthly Archives: May 2004

Elsku Þórður

Jæja Þórður minn… Ég er búin að vera að reyna undanfarna daga að semja eitthvað
fallegt handa þér, en mér er ekki að ganga neitt ofboðslega vel..Én ég er að reyna..

Ég er fyrir sunnan núna, ætlaði að kíkja á leiðið þitt með soltið handa þér, en veit
ekki hvar þú hvílir engillinn minn, ég á svo erfitt þessa dagana, þú veist..
En ég veit af þér, og heyri reglulega í þér hlæja af mér!! En ég er bara svona;)
Ég var að rifja upp um daginn þegar við vorum að tala um hvernig það væri að deyja
og komast þarna hinum megin, þá sagðir þú að þú mindir sko horfa á mig í baði og
þegar ég háttaði mig og þessháttar 🙂 hehe.. en þetta var nú bara létt djók hjá þér,
er það ekki??
Allavega, núna hugsa ég alltaf til þín þegar ég stíg í baðið og veit þar af leiðandi
ekkert hvernig ág á að vera 🙂 hehe..
Við sjáumst bara Þórður minn, og viltu Fyrirgefa mér allt? -Ég er bara svona, en hef
vonandi lært af þessu!!

Ég heyrði eitt mjög rökrétt um daginn: Þér er ekki gefið lífið, þú færð það aðeins
að láni og þarft einhvernveginn og einhverntíman að skila því! Ég hafði aldrei
hugsað þetta svona, en ég held að þú hafir þurft að skila þínu svo snemma svo Guð
gæti látið sál þína áfram, því það er aldrei nóg af svo Yndislegum manneskjum í
heiminum:*
Ég sakna þín Þórður en ég verð stöðugt í bandi 🙂

Elíngunn.

Erfiður mánuður…

Þá er liðinn mánuður síðan við misstum þig elsku þórður minn og mikið ofboðslega er þetta búið að vera erfitt. Ég ætlaði að bjóða þér með á sportbílasýninguna í höllinni um daginn. En það var ekki hægt….. Við grilluðum hjá mömmu. Þú varst ekki þar….. Ég fór niður á Thorvaldsen. Þar er bara mynd af þér…. Svo allt í einu rann það upp fyrir mér að þú hlýtur að vera hérna hjá okkur. Allt í kring um okkur. Það er ekki séns að þetta sé bara búið. Svona einfallt. Þú komst á bílasýninguna, varst í grillveislunni og verður alltaf í kring um okkur. Ég trúi því að þú sért hjá mér alltaf og vakir yfir Calum Bjarma fyrir mig. Passaðu hann vel ég veit þú gerir það. Ég sakna þín ástarengillinn minn

Þín systir

Hversdagleikinn

Þetta er ótrúlegt… lífið heldur e-n vegin bara áfram. Auðvita er allt breytt, en samt þarf e-n vegin allt að gerast. Þá gæti e-r hugsað, eru allir búnir að gleyma, er þetta bara búið? En ég held að enginn gleymi. Og ég veit það. Það líður t.d. ekki sá dagur að ég hugsi ekki um Þórð, það fer eftir hverjum degi hvort ég verð sorgmædd og fæ tár í augun og veit ekki hvað ég vil… Eða hvort ég er að rifja upp góðu hlutina, fallegu minningarnar. Þeim skiptum fjölgar, og það er gott. Ég vona að það sé hjá fleirum 🙂 Þórður myndi örugglega vilja að við minnumst hans, alltaf, og á góðan hátt. Allir yndislegu hlutirnir og hans tími hér. Allt við hann… frábæra strákinn okkar. Eftir að Birna skrifaði söguna um “Gulur bíll” þá eru allir farnir að taka þann leik upp aftur og ótrúlegasta fólk er farið að fíflast með þetta. Æðislegt og maður man eftir Þórði hver skipti sem e-r slær mann í öxlina og öskrar Gulur bíll! Því það er líka gott að hugsa um hann og geta farið að hlægja… Það er gaman að þessum sögum og æðislegt að heyra fleiri, takk Birna. Allar fallegu minningarnar sem við eigum um Þórð og einmitt þessar sögur sem fá okkur til að rifja upp allt þetta frábæra við hann er æðislegt. Endilega ef þið viljið, sendið okkur fleiri, gerir okkur öllum gott og höfum gaman af að lesa 🙂 Og þó lífið haldi áfram og allir í kringum mann, og annað fólk kannski man ekki svo vel. Þá eigum við aldrei eftir að gleyma honum þessari elsku. Hlakka til að sjá e-ð skemmtilegt, Þórður lifir í minningunum.

Sjöfn Ýr

Þórður beibí

Ég vil byrja á að votta Tótu, Willard, Össur og Birnu mínar innilegustu samúðarkverðjur, sem og öðrum ættingjum og vinum hans. Það líður ekki sá dagur sem ég hugsa ekki um besta vin minn og “stóra bróður” Þórð. Ég byrjaði ekki að tala mikið við Þórð fyrr en í byrjun febrúar en á þessum stutta tíma tókst honum að verða besti vinur minn og mér tókst að verða alveg háð honum. Hann kallaði mig alltaf litlu systir ( og pung stundum líka) og ég hann stóra bróður. Við skemmtum okkur alltaf æðislega saman, og þeim stundum gleymi ég aldrei. Ég er engan veginn að fatta hvað er í gangi og mér líður ennþá eins og að ég get farið að sofa og þegar ég vakna var þetta allt bara martröð. En þetta er víst ekki þannig svo ég bið bara guð að passa hann elsku Þórð.

enginn titill

Ég vil byrja á að votta Tótu, Willard, Birnu, Össuri og öllum ættlingjum og vinum mína dýpstu samúð. Ég þekkti hann ekkert rosalega mikið, en þakka fyrir það að hafa fengið að kynnast honum. Hann var svo æðislegur, þegar maður sá hann,gjörsamlega lýsti brosið hans upp allt herbergið… Það var eitt af því áberandi við hann, fyrir utan auðvitað hæðina!! Þegar maður sá hann þá varð maður að brosa líka, hann gerði mann alltaf svo glaðann. Enda algjör húmoristi og sprelligosi 🙂  Það er svo sárt að vakna alla daga héðan í frá og vita að Þórður sé í alvöru farinn, að þetta var enginn draumur, það er erfiðast. En maður verður að reyna að sjá ljós í myrkrinu. Ég man svo eftir því þegar ég hitti hann einu sinni þegar hann kom til mín og knúsaði mig.. Ég var svo rosalega hissa en hugsaði ekkert meira um það en núna vildi ég að ég hefði fengið tækifæri til að knúsa hann oftar. En það er ekki aftur snúið. Ég fæ bara að knúsa hann oftar þegar minn tími kemur. En ég veit að núna líður honum vel og horfir niður á okkur og verndrar okkur. Elsku Þórður minn, ég mun aldrei gleyma þér.

Magnea Rún