Monthly Archives: June 2004

Minningasjóðurinn um Þórð

Hæ elsku ættingjar og vinir.

Við fjölskyldan ákváðum að stofna minningarsjóð um þórð Willardsson. Þannig viljum
við láta gott af okkur leiða í kjölfar þessara hörmunga sem við erum öll að ganga í
gegn um vegna fráfalls Þórðar.

Féið úr minningasjóðurinn rennur til Menntaskólanns Hraðbrautar og fer í það að
styrkja efnilega nemendur o.fl í þágu skólanns.

Nemendur í hraðbraut hafa fengið í lið með sér ÍRingana sem þórður spilaði
körfubolta með síðasta vetur og ætla þau að standa fyrir áheitasöfnun um helgina.

Þau ætla að spila körfubolta í 24 tíma í Íþróttahúsinu í Dalhúsum (Fjölnisheimilið)
og byrja herlegheitin kl 20:00 föstudaginn 04.06.2004.

Frá kl 13:00-20:00 á laugardaginn getið þið (bestu vinir hans og kunningjar) komið
og verið með okkur og jafnvel fengið að taka nokkrar körfur til minningar um þórð
okkar.

Endilega sýnum okkur, sjáum aðra 🙂 og styrkjum gott málefni.

Birna systir

Vinur í grend

í grendinni veit ég um vin sem ég á
í víðáttu stórborgarinnar
en dagarnir æða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar

og yfir til vinarins aldrei ég fer
enda í kappi við tímann
sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er
því viðtöl við áttum í símann

en yngri vorum við vinirnir þá
af vinnuni þreyttir nú erum
hégómans takmari hugðumst við ná
og hóflausan lífróður rérum

\”ég hringi á morgun\” ég hugsaði þá
svo hug minn fái hann skilið
en morgundagurinn endaði á
að ennþá jókst mill´okkar bilið

dapurleg skilaboð dag einn ég fékk
að dáinn sé vinurinn kæri
ég óskaði þess er að gröf hans ég gekk
að í grenndinni ennþá hann væri

sjálfur ef þú átt góðan í grennd
gleymd ekki hvað sem á dynur
að albesta sending af himnunum send
er sannur og einlægur vinur

Mig langar að þakka Þórði fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, þó að þær hafi
kannski ekki verið neitt rosalega margar upp á síðkastið, en ég hugsaði alltaf
tilhans af og til, það voru æðisleg símtölin frá honum og bréfin úr skólanum með
öllum Shakespeare tilvitnunum, ég sakna Þórðar mikið, og eiginlega meira en ég hélt
ég mundi gera, vonandi er hann á betri stað, og tekur vel á móti mér mér risa stóra
knúsinu sínu þegar minn tími kemur.
Þórður er heppinn að hafa eignast svona góða vini þegar hann fór suður, þetta er
alveg æðisleg síða og ég veit hann hefði verið rosalega ánægður með hana.
mig langar að enda á að votta Tótu, Willard, birnu og Össuri og öllum sem þekktu
hann samúð mína,

Inga Rut