Monthly Archives: August 2004

Svona er litla lífið…

Jæja elsku ástarengillinn minn.

Timinn líður og lífið heldur áfram fyrir okkur sem eftir erum hérnameginn. Maður á sína góðu og slæmu daga og gengur misjafnlega vel að koma lífinu í einhvern farveg.

Ég hugsa mikið til þín og um þig og brosi og skæli á víxl.

Það er svo áberandi sterkt hvað mig langar til að \”heyra\” frá þér, fattarðu mig. Finna fyrir þér. Sé þig alveg í anda skelli hlæjandi þegar þú felur hluti sem mig vantar eða eitthvað svoleiðis. Þú mundir pottþétt grínast eitthvað það er ég viss um?

Í þessu ferli öllu sem sorgarferli er hef ég eins og margir aðrir farið að trúa allt öðruvísi en ég hef gert í gegn um tíðina. Nú trúi ég svo sterkt á líf eftir dauðann og ég hef fengið þau skilaboð að handan að þér sé haldið sofandi útaf þessu mikla áfalli sem sál þín verð fyrir við þessa ákvörðun þína. Það er gott að fá þessi skilaboð sem komu frá afa Þórði í gegn um miðil. Nú veit ég ástæðuna fyrir því að þú hefur ekkert látið vita af þér engillinn minn.

Manstu þegar við vorum að tala einhverntímann um líf eftir dauðann og þú stakst upp á því eins og ekkert væri sjálfssagðara að sá sem færi á undan mundi láta vita af sér einhvernveginn.

Vá hvað ég hlakka til þess tíma 😉

Birna systir