Monthly Archives: September 2004

Þórður Willard

Mér finnst frábært að koma hérna inn á hverjum degi og sjá hvað oft er verið að skrifa fallega hluti í gestabókina..
Stundum er ég að lesa aftur í tímann gamla hluti, aftur og aftur.

Það er svo stór hópur sem Þórður hefur í kringum sig og ég er viss um að hann veit hvað við elskum hann öll ótrúlega mikið.

Vildi minna á að ef þið viljið láta birta eitthvað fleira sem þið hafið skrifað eða annað þá endilega sendiði e-mail og það verður sett inn á síðuna.

Ég trúði því alls ekki, 25. september að það væru fimm mánuðir liðnir síðan Þórður dó.
Mér líður eins og það hafi verið fyrir svo stuttu.
Það líður ekki einn dagur að ég hugsi ekki um hann og einhvern vegin ná allir hlutir að minna mig á hann.
Þetta var öðruvísi sumar…

Minningarnar fljúga að mér og oftast allar í einu.
Stundum koma góðu minningarnar og allt það skemmtilega sem ég, og við öll upplifðum með Þórði.
Stundum koma bara minningarnar um tímann þegar þetta gerðist og allt í kringum það.
Á furðulegum tímum kemur þetta allt í einu og þá veit ég ekkert hvað ég á að gera..

Eina sem mér finnst ég get gert, eða hugsað, eða.. er að hlakka til að hitta Þórð og geta faðmað hann.
Held í þá hugsun og von.
Það er svo stórt gat sem hann skilur eftir í mínu lífi og greinilega svo ótrúlega margra.
Enginn mun fylla upp í þetta gat nema Þórður þegar ég hitti hann aftur.

Sjöfn Ýr