Monthly Archives: March 2005

Þú komst til mín í draumi…

Mig dreymdi þig í nótt í fyrsta skipti síðan þú fórst. Þetta var æðislegur draumur og ég hefði helst viljað dreyma til eilífðar.

Við vorum í æfingarbúðum sem gengu út á það að leysa alls konar þrautir saman. Svona eins og hermenn ganga í gegnum en meira í djóki og okkur til skemmtunnar.
Það var gott veður og sjórinn var spegilsléttur og tær. Ég held að þetta hafi verið á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur en samt var þetta í útlöndum (skrítið)
Við leystum allar þrautirnar nema þá síðurtu en fengum samt verðlaun því engum hafði tekist að ljúka við svona margar þrautir. Ég man að þú sagðir \”gemmér fimm, þetta var sko TEAMEFFORT\”
Þegar þessu öllu var lokið stukkum við af klettunum í heitann sjóinn og fífluðumst þangað til kvölda tók.
Svo var eitthvað sem sagði mér að ég mundi þurfa að vakna bráðum og ég hljóp til þín og kvaddi þig. Kvaddi þig með stóru knúsi og tárum og sagði þér hvað ég saknaði þín mikið og líka hvað það hafði verið gaman hjá okkur í draumnum. Þú brostir og knúsaðir mig í tætlur og sagðist líka sakna mín og þá vaknaði ég.

Vááá…..Hvað það var gott að fá að kveðja þig þó að það hafi aðeins verið í draumi. Ég vaknaði glöð og mér leið svo vel.
Nú er ég alveg viss um að þér líður vel því að það var bjart yfir þér og þú brosandi og glaður.

Ég hugsa til þín á hverjum degi og mig langar til að segja þér svo margt…… Segi þér það seinna

Elska þig alltaf ástarengill

Birna Systir