Monthly Archives: August 2005

Litla frænka fædd

Jæja, Þá er ég komin heim af sjúkrahúsinu með litlu frænku þína. Hún kom í heiminn þann 8 júlí sl kl 11:44 eftir keisara.

Ég var voða þreitt og ansi kvalin í saumnum og lá inni á herbergi. Litla dóttirin var sofandi við hliðina á mér þegar að ég dottaði í smá stund. Svo vakna ég við það að hendi er lögð á öxlina á mér og einhver hvíslar \”hæ\” og ég finn að það er staðið yfir mér. Ég var alveg viss um að Daddi væri kominn og ég svaraði með hæi en Daddi sagði ekki neitt. Þá datt mér í hug að þetta væri litli bróðir minn að heilsa upp á okkur mæðgur og brosti í gegnum tárin sem voru farin að streima. \” Ert þetta þú?\” sagði ég og enn kom ekkert svar og eina sem ég fann var návist þín elsku Þórður minn.

Það var gott að finna fyrir þér þarna hjá okkur elsku bróðir. Litla Amalía Eir á eftir að heyra mikið um þig þegar að hún verður eldri. Þórður frændi þetta og hitt……..

Calum Bjarmi segir alltaf \”Þegar ég verð stór eins og Þórður frændi…\” Og svo segist hann líka ætla að verða stærri en þú…..

Sakna þín ástarengill

Birna systir