Monthly Archives: October 2005

Nú nálgast afmælisdagurinn þinn……

Undanfarna daga hefur mér liðið undarlega. Ég hef ekki alveg verið með sjálfri mér. Búin að vera svo tóm og döpur og utan við mig og hef ekki áttað mig á því hvað er að brjótast um í mér fyrr en í dag. Fyrir nokkrum dögum fletti ég dagatalinu mínu á október og það er bara það, Þú átt afmæli 27.

Mikið ofboðslega sakna ég þín mikið. Ég bara skil ekki hvernig það er hægt að halda áfram eftir svona mikinn missi. Mig langar á hverjum degi að tala við þig. Hringja í þig. Hlæja með þér. Dansa við þig. Knúsa þig.

Á hverjum degi hugsa ég um það hvað börnin mín fara á mis við mikið. Amalía Eir fékk aldrei að hitta þig og Calum Bjarmi var svo ungur þegar þú fórst frá okkur. Þau fá ekki að kynnast þér, Þórði frænda. Þau munu bara heyra sögur, skoða myndir og video sem verður víst að duga.

Á hverjum degi kem ég inn á þessa síðu og les það sem fólk er að hugsa. Stundum skrifa ég mínar hugsanir,stundum ekki.

Á hverjum degi hugsa ég til þín.

Á hverjum degi sakna ég þín.

Sakna Þín ástarengill

Birna systir