Monthly Archives: November 2005

Gott að geta hjálpað…

Hæ hæ öllsömul.

Það hafa margir sagt og skrifað að þessi síða og síðan hans Þórðar blog.central.is/thwillard hafi hjálpað sér (www.thordurwillardsson.is).

Það eru margir sem virðast eiga við allskonar andleg og sálarleg vandamál að stríða.

Það eru of margir sem finnast þeir ekki neins verðugir og varla eiga skilið að vera til.

Það eru allt of margir sem eru í þeim hugleiðingum að taka eigið líf…..

Hvað er að þjóðfélaginu?

Af hverju eru unglingarnir okkar þunglyndir og kvíðnir?

Af hverju er unga fólkið okkar, framtíð Íslands, í þessum pælingum?

Hvað erum við að gera vitlaust?

Hvað getum við gert til að bæta ástandið og lækka sjálfsmorðstíðni unglinga á Íslandi?

Sjálf þurfti ég að missa litla bróður minn á þennan hátt og hann var bara 17 ára og átti allt lífið framundan.

Af hverju?????

Ég vona svo heitt og innilega að þeir sem koma hingað inni, finni í gegn um skrifin, söknuðinn og eftirsjánna. Sem að ég finn fyrir á hverjum einasta degi.

Ég vona svo innilega að þið sem komið hingað staldrið við og hugsið áður en ykkur dettur í hug að fremja slíkann verknað.

Lífið er stundum erfitt en það er bara partur af því að vera til.

Maður verður að upplifa niður til að geta upplifað upp í lífinu.

Elskurnar mínar, passiði hvort annað og veriði glöð, það vona ég svo sannalega að þið gerið.

Ástarkveðja Birna systir