Monthly Archives: April 2006

NÍNA

Var að hlusta á lagið Nína í útvarpinu og gat ekki annað en hækkað í botn og grátið.Þetta var svooo lagið okkar.

Daddi var vanur að enda á þessu lagi á Thorvo og alveg sama hvað við Þórður vorum að gera við hentum öllu frá okkur, tókumst í hendur og dönsuðum við lagið með tilheyrandi snúningum og beygjum.

Það var svo gaman þá……………..

Alls staðar eru minningarnar. Á Thorvaldsen, í Frakklandi, á Sigló og Siglunesi. Á Dalvík, á Kárastígnum og Víðimelnum. Ákveðnir hlutir eins og Thule, Shrek og gulir bílar og ákveðin lög minna mig á Þórð. En sterkast er þegar að ég sé hann í syni mínum. Brosið og fallega umgjörðin um augun, stríðnisglottin og prakkara svipirnir. Ég er þakklát fyrir að eiga yndislegar minningar um yndislegan bróður.

“Það er ekki leiðum að líkjast” er ofnotað orðatiltæki hér á bæ enda talar Calum Bjarmi oft um Þórð og ætlar að verða stór eins og þórður frændi.

Nú styttist í að 2 á séu liðin síðan ég missti litla bróður minn og ég get ekki sagt að tíminn lækni öll sár. Tilfinningarnar sveiflast enn í allar áttir og 25 april ásamt afmælinu hans, jólunum, ættarmótum og svona hátíðisdögum, eru erfiðir tímar. Ég vona bara að sársaukinn mildist með tímanum.

Birna systir