Monthly Archives: December 2006

Nú eru jólin búin og árið að enda……

þessi jól hafa verið alveg ágæt. Allt þetta venjulega var brasað en nú hefur bæst við ný hefð.

Við tókum til og pússuðum eins og venjulega, fórum á jólaball eins og venjulega, bökuðum smákökur, gerðum laufabrauð og versluðum jólagjafir. Á þorláksmessu borðuðum við skötu og saltara hjá mömmu og var hele famelían mætt á kárastíginn eins og venjulega. Á aðfangadag vorum við öll hér á Víðimelnum og opnuðum pakka saman. Allt eins og venjulega nema eitt. Núna förum við í kirkjugarðinn eftir hádegi á aðfangadag.

Mikið hefði ég vilja hafa Þórð með í þessu öllu saman. Það var svo gaman í skötuveislunni, laufabrauðs gerðinni og veislunum öllum. Gaman að opna pakkana með krökkunum. Gaman að vera saman á aðfangadag, mamma, pabbi, Össur og ég.

Ég vildi óska að við þyrftum ekki þessa nýju hefð.

Mikið sakna ég þess að hafa hann ekki hjá mér þennan yndislega bróður sem að ég átti. Mikið missti ég góðann vin og börnin mín frábæran frænda.

Það er erfitt að takast á við sorgina á þessum tíma en ég finn að þetta verður ögn bærilegra með tímanum.

Mikið sakna ég þín elsku ástarengillinn minn.

Birna systir