Monthly Archives: April 2007

25 april 2007

Í dag er mikill sorgardagur. Það eru 3 ár liðin síðan litli bróðir minn fór frá okkur. 3 heil ár.

Ég hugsa til hans á hverjum degi og langar reglulega til að hringja í hann til að spjalla. Ég er viss um að ég er ekki ein um það.

Ég ætla í kirkjugarðinn í dag uppúr hádegi með blóm fyrir pabba og ömmu Birnu.

Elsku bróðir, Eg sakna þín meira en hægt er að lýsa, ástarengillinn minn.

Birna systir