Monthly Archives: May 2007

2 myndir fyrir ykkur

Jæja þá er mest tæknilega fatlaða systirin búin að setja inn tvær myndir af bróður sínum hér til hliðar. Þetta tók mig heilan dag en loksins loksins hafði ég þetta af og er einstaklega ánægð með mig 🙂

Þetta hefur staðið til lengi og já það er von er á fleyri myndum. Ég veit reyndar ekki alveg hvenar það hefst að koma þeim hingað en allt hefur sinn tíma og ég vona að þið bíðið róleg og glöð.

Allt gott að frétta af mér, er að flytja með fjölskylduna mína í Vogahverfi og það líður ekki sá dagur að mig vanti ekki Þórð til að hjálpa mér með hin ýmsu mál. Mig langar líka oft til að kjafta bara við hann og knúsa hann og segja honum hvað ég elska hann mikið. Mikið ofboðslega sakna ég hans.

Verum dugleg að segja fólkinu okkar hvað við elskum það. Það er svo gott að geta sagt ég elska þig og mér þykir vænt um þig.

Sakna þín ástarengillinn minn,

Birna systir