Monthly Archives: October 2007

Hakúnamatata

jæja bróðir ég leit loksins við hjá þér.

gerði mér ferð suður til að vera hjá þér og fjölskyldunni okkar á afmælisdaginn þinn. við stoppuðum dágóða stund hjá þér og fíniseruðum hjá þér gröfina ( uff hvað það er sárt að skrifa gröf hjá ekki eldri dreng en þú varst) við fengum nokkrar hugmyndir um hvernig legsteinninn gæti litið ut en ég held að þú verðir ánægður með það sem við loksins ákveðum að setja hjá þér. ég ræði stundum um þig við viktor, það er hrikalegt að hann hafi ekki fengið að kynnast þér elsku kall.

það er svo margt sem ég þarf að tala um við þig 🙁 vildi oska að ég hafði gert meir af því þegar þú varst hér. ef þú átt ráð og styrk þá er það vel þegið.

elska þig litli bróðir.

kv öw

Afmælið þitt….

Þá er komið að því, 27 oktober er runnin upp. Þú hefðir orðið 21 árs í dag
elsku kallinn minn.

Við Calum Bjarmi vorum að ræða um þig og afmælið þitt og veltum mikið
fyrir okkur hvort að þú ættir afmæli hjá Guði? Ertu 21 árs í dag eða
verður þú alltaf eins og þú varst þegar þú fórst, bara 17?

Þetta var mikið rætt, fram og til baka og nú erum við búin að ákveða
hvernig þetta hljóti að vera.

Við höldum að þú eigir afmæli en verðir samt alltaf jafn gamall og síðast
þegar við sáum þig. Á himnum verður nefninlega enginn gamall en allir
halda upp á afmælið sitt með mikilli veislu. Veislu þar sem vinir og
ættingjar á himnum hittast og gleðjast saman.

Svona eru barnslegar hugmyndir frænda þíns um hvernig himnaríki hljóti að
vera. Það er gott að hugsa þetta svona og sjá þig fyrir sér brosandi út að
eyrum með hatt og partý flautu 🙂

Sjáiði hann ekki fyrir ykkur? Svo glaðan, hressan og fallegan.

Til hamingju með daginn í himnaríki elsku frændi minn, þinn Calum Bjarmi

Sakna þín ástarengill,

Birna systir

Afmælisdagur á morgun

Jæja þá er að koma að því. Afmælisdagurinn hans Þórðar er á morgun. Hann hefði orðið 21 árs þessi elska.

Við fjölskyldan ætlum í kirkjugarðinn á morgun í kringum hádegi til að tendra ljós á leiðinu hans. Svo ætlum við að eyða deginum saman. Saman í rólegheitunum.

Ef þið viljið koma líka þá er það velkomið, við verðum uppfrá milli 12-13. Það er oft gott að hittast bara til að taka utan um hvort annað. Sjáumst
Kv, Birna systir