Monthly Archives: April 2008

4 ár eru langur tími…..

Já í gær, 25 april voru 4 ár liðin síðan hann Þórður bróðir kvaddi þennan heim. Við mamma fórum í kirkjugarðinn með hjarta klætt rósum, rós frá ömmu Birnu og nokkrar rósir frá Disco fjölskyldunni. Við sjænuðum leiðið aðeins til og ræddum hugmyndir af legsteini.

Legsteinn.

Þetta er svo endanlegt orð. Legsteinn. Ég held að ástæðan fyrir því að ekkert okkar er að pressa á að blessaði legsteinninn verði kláraður og settur upp, er akkurat sú að þá er einhvernvegin eins og málið sé búið. Leiðið orðið fínt, tilbúið, klárað, eittthvað svo endanlegt. Búið.

Maður heldur í Þórð á einhvern voðalega skrítinn hátt með því að vera sífellt að velta fyrir sér þessum “endapungti” sem að legsteinn virðist vera. Á hann að vera stór, lítill, áberandi, látlaus eða frumlegur? Á sinn hátt var Þórður allt þetta og ég veit að það sem við setjum á leiðið hans mun vekja hjá manni fallegar minningar um stórkostlegann ungann mann.

Ég sakna þín elsku ástarengillinn minn,

Birna systir