Monthly Archives: October 2008

22 afmælisdagurinn

Engillinn

Engill svífur yfir salinn
á hvítum vængjum.
Það færist ró og friður í sál viðstaddra,
þeir sitja og lúta höfði í hljóðri bæn,
tár glitra á hvörmun.
Engillinn brosir þegar hann sér
hvers hann er megnugur.
“Ekki hafði ég slík áhrif meðan ég var á lífi.”
segir hann við sjálfan sig
og hugsar til þess
þegar hann tók ákvörðun um
að sigla yfir móðuna miklu.
Hann snertir blíðlega vanga móður sinnar,
sem situr á fremsta bekk
og horfir tárvotum augum
á kistuna umlukta fallegum blómum,
og hvíslar í eyra hennar,
“Ég elska þig mamma mín”

Ókunnur höfundur

Birna systir