Monthly Archives: December 2008

Jólin jólin …….

Jæja þá eru jólin komin aftur og enn er erfitt að sætta sig við að hafa ekki Þórð hjá sér. Við mamma fórum í kirkjugarðinn áður en hún fór til Ítalíu og settum á leiðið ljós.

Í morgun kveikti ég á reykelsi og setti það út fyrir, eins og ég geri oft þegar mér verður hugsað til Þórðar. Nokkru seinna er bankað og vinur Calum Bjarma er fyrir utan að spyrja eftir honum. Eftir að hafa sagt honum að Calum sé ennþá í rúminu og að hann geti komið aftur eftir klukkutíma segir hann:

“af hverju ertu með reykelsi úti?”

Ég svara:

“af því að ég er að senda kveðjur til himna, hann Þórður bróðir minn er þar”

Þá svarar sé stutti:

“amma sendir nú bara kveðjur í útvarpinu”

hahahahah….. Krúttlegt ha? Hann heldur pottþétt að ég sé biluð!

Elskurnar, ég sendi jólakveðjur til himna í dag með reyk en hér sendi ég ykkur öllum sem lesið  þetta blogg, kveðjur og kossa og óska þess að öllum líði vel á sál og líkama.

Knús og klemmur, Birna systir