Monthly Archives: April 2010

6 ár í dag

Ég vaknaði í nótt klukkan 3 og lá vakandi góða stund. Þetta var um það leyti sem Þórður var á rúntinum á Dalvík fyrir 6 árum síðan, syngjandi sæll og glaður. Hann var í góðra vina hóp, veðrið var milt og fallegt vorveður og lífið blasti við honum……….

Ég hugsaði með mér þar sem ég lá uppi í rúmi með Calum Bjarma hrjótandi við hliðina á mér að tíminn læknar ekkert öll sár. Alltaf um miðjan april, síðan Þórður dó, verð ég voðalega döpur og meyr. Sá tími er tími sorgar og sorgin er ekkert minni núna 6 árum síðar. Málið er bara að ég lifi með henni og mun gera alla tíð.

Kæru vinir, við Össur ætlum í kirkjugarðinn í kring um hádegi með eitthvað fallegt á leiði litla bróður okkar. Það getur ekki nokkur maður ímyndað sér hversu erfitt það er bara að skrifa þessi orð…..

Verum góð við fólkið okkar og vakandi fyrir vanlíðan, depurð og merkjum um þunglyndi. Það á enginn að þurfa að takast á við missi og sorg á þennan hátt!

Knús á ykkur,

Birna systir