6 ár í dag

Ég vaknaði í nótt klukkan 3 og lá vakandi góða stund. Þetta var um það leyti sem Þórður var á rúntinum á Dalvík fyrir 6 árum síðan, syngjandi sæll og glaður. Hann var í góðra vina hóp, veðrið var milt og fallegt vorveður og lífið blasti við honum……….

Ég hugsaði með mér þar sem ég lá uppi í rúmi með Calum Bjarma hrjótandi við hliðina á mér að tíminn læknar ekkert öll sár. Alltaf um miðjan april, síðan Þórður dó, verð ég voðalega döpur og meyr. Sá tími er tími sorgar og sorgin er ekkert minni núna 6 árum síðar. Málið er bara að ég lifi með henni og mun gera alla tíð.

Kæru vinir, við Össur ætlum í kirkjugarðinn í kring um hádegi með eitthvað fallegt á leiði litla bróður okkar. Það getur ekki nokkur maður ímyndað sér hversu erfitt það er bara að skrifa þessi orð…..

Verum góð við fólkið okkar og vakandi fyrir vanlíðan, depurð og merkjum um þunglyndi. Það á enginn að þurfa að takast á við missi og sorg á þennan hátt!

Knús á ykkur,

Birna systir

6 thoughts on “6 ár í dag

 1. Margrét Árna

  Já ég fékk hann svona sterkt upp í huga mér í nótt þar sem ég var ekki farin að sofa fyrr en seint og síðarmeir…Elsku fallegi drengurinn okkar, það var sko MIKIL eftirsjá af þessum dáðsemdardreng!
  Nei sorgin mun aldrei minnka, hún verður alltaf eins en eins og þú segir þá verður maður bara að lifa með henni.

  Þú skilur eftir kveðju frá mér við leiðið þar sem ég er svo langt í burtu.
  Milljón sinnum ást og kossar! :*

  Reply
 2. Lóa frænka

  6 ár frá erfiðasta deigi lífs minns að ganga í garð 🙁 ótrúlegt hvað tíminn líður hratt.
  mun kveikja á kerti í dag fyrir elsku Þórð okkar og hugsa um allt það skemmtilega sem við spjölluðum um og ætli ég fari ekki bara smá á rúntinn og hlusti á cd
  kveðja Lóa frænka

  Reply
 3. Hrönnsa

  Ótrúlegt að 6 ár séu liðin frá þessum örlagaríka degi. Það tók langan tíma að melta símtalið sem ég fékk þennann morgun og í langan tíma sagði ég við sjálfa mig að hann hefði lent í slysi og væri á spítala en allt í lagi með hann. Þessi dagur er alltaf erfiður. Þunglyndi er sjúkdómur sem ég þekki vel af eigin raun og er eilíf barátta. Ég veit að honum líður betur núna og passar upp á okkur hin. Knús og klemmur á ykkur öll og það er gott að standa svona saman og minnast hans.

  Reply
 4. Ásta María

  Innilegt samúðarknús Birna mín, er búin að lesa og lesa á þessari síðu með tár í augum og kökk í hálsinum.
  Finnst frábært að þú haldir þessari síðu gangandi og um leið minningum um Þórð sem var greinilega yndislegur eins og systir sín. Knús á ykkur öll!

  Reply
 5. Auður Sif

  Knús til ykkar allra elsku fjölskylda.

  Ég var ekki svo heppin að fá að kynnast Þórði en hef heyrt og lesið svo margt fallegt um hann.

  Reply
 6. Helga Fríður

  Það er rétt Birna, það á engin að þurfa að takast á við svo ótímabæran dauða. Það er svo hræðilegt þetta er endanlegt og ekkert sem hægt er að gera nema að læra að lifa með sorginni.
  Þórður hafði mikil áhrif í kringum sig á þeim tíma sem hann var með okkur, öðlingur sem öll okkar lærðum eitthvað gott af.
  Knús á ykkur öll :*

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *