24 ára afmælisdagurinn

jæja í dag er 27 oktober – dagurinn hans Þórðar.

Við fórum með krakkana upp í garð í gærkvöldi með hjartað á leiðið í ofboðslega fallegu veðri. það var logn, tunglskin, stjörnubjart og norðurljósin dönsuðu um himininn. Þetta var stund til að muna. Stund sem ég mun geyma í hjartanu.

Við erum viss um að þú hafir slengt þessu á himininn fyrir okkur í tilefni dagsins 🙂

Elsku bróðir til hamingju með daginn á himnum, ég set reykelsi út og sendi kveðjur til þín í dag xxx

Birna Willard

One thought on “24 ára afmælisdagurinn

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *