afmælisdagurinn nálgast

Elsku ástvinir

Nú líður senn að því að Þórður á afmæli. Já elsku drengurinn verður 25 ára 27. Október n.k.

Ég verð því miður ekki heima á afmælisdaginn. En við ætlum samt að halda uppá afmælið hans. Við ætlum að halda smá teiti á Kárastígnum viku eftir afmælið. Þann 03. Nóv. Kl.16-20.

Okkur hefur lengi langað til að hitta vini og samferðafólk hans Þórðar. Þó að hann hafi bara verið 17 ára þegar hann kvaddi okkkur, þá átti hann óskaplega marga vini og kunningja.

Ég ætla að segja ykkur tvær skemmtilegar sögur af Þórði frá því rétt aður en hann fór.

Hann var búinn að vinna á Torvaldsen bar í nokkra mánuði sem “glasabarn” . Þá var það vinsælasti staðurinn á svæðinu. Hann sagði við mig einn daginn. “mamma það heilsa mér nánast allir á leiðinni í vinnuna, ég þekki bara næstum því alla, og það býr allt fræga fólkið í 101 og við”

Einn daginn þegar hann kom heim úr skólanum sagði hann “ Ég er eiginlega hættur við að fara í lögfræði, ég er að hugsa um að fara í sálfræði” Já sagði ég” Það er nefnilega þannig að stelpurnar í skólanum (Hraðbraut) eru alltaf að trúa mér fyrir leyndarmálum” Já þú ert svo góður að hlusta karlinn minn, sagði ég þá” Hann svaraði um hæl, “Já þessvegna fékk ég tvö eyru, en bara einn munn”

Það er merkilegt að fylgjast með minningarsíðunni hans Þórðar sem skólasystkini hans opnuðu, eftir andlátið. Það eru komnar 104.399 heimsóknir núna þegar þetta er skrifað og í dag hafa 19 manns heimsótt síðuna.

Elsku fólk got væri ef þið létuð mig, Birnu eða Össur vita hvort þig getið komið til okkar í tilefni af 25 ára afmælinu. Skólasystkinin, körfuboltastrákarnir, vinnufélagarnir, og bara allir þeir sem þekktu Þórð eru hjartanlega velkomin. Við munum taka vel á móti ykkur og hlökkum mikið til.

Netföngin okkar: thorunn@norvik.is birna@e4.is ossurw@e4.is

Takiði vel utan um ykkur sjálf.

Tóta mamma hans Þórðar

5 thoughts on “afmælisdagurinn nálgast

 1. Margrét Árna

  Gaman að lesa þessa grein Tóta mín og flott gullkornin frá Þórði…hefði verið flottur sálfræðingur! 🙂

  Verst að maður skuli ekki komast!

  Knús og kossar 🙂

  Reply
 2. Ingunn Hjaltalín

  hugsa alltaf til Þórðar á afmælisdaginn hans. yndislegur drengur. Kemst því miður ekki en vona að þið eigið notalega stund 🙂

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *