Author Archives: webmasternorvik

23 ára í dag

Ég settist niður til að skrifa hér nokkrar línur áður en ég fer í kirkjugarðinn með eitthvað fallegt á leiðið þitt en það sönglar í hausnum á mér lag……. Ég set hér inn textann svo að við getum öll sungið hástöfum í dag með Þórði.

Elsku Þórður ég vildi að ég gæti tekið þetta lag með þér hátt – og air guitar með 😀

I got my first real six-string
Bought it at the five-and-dime
Played ’til my fingers bled
It was summer of ’69

Me and some guys from school
Had a Band and we tried real hard
Jimmy quit and Jody got married
I shualda known we’d never get far

Oh when I lock back now
That was seemes to last forever
And if I had the choice
Ya – I’d always wanna be there
Those were the best days of my life

(CHORUS)

Ain’t no use in complainin’
When you got a job to do
Spent my evenin’s down at the drive in
And that’s when I met you

Standin on a mama’s porch
You told me that you’d wait forever
Oh and when you held my hand
I knew that it was no or never
Those were the best days of my life

(Chorus) Back in Summer of ’69

Man we were killin’ time
We were young and restless
We needed to unwind
I guess nothin’ can last forever, no

And now the times are changin’
Look at everything that’s come and gone
Somethimes when I play that old six-string
I think about ya wonder what went wrong

Standin’ on a mama’s porch
You told me it would last forever
Oh the way you held my hand
I knew that it was now or never
Those were the best days of my life

(Chorus) Back in summer of ’69

5 ár er langur tími…………

………. langur tími þegar að maður saknar og sér eftir einhverjum.

Í dag eru 5 heil ár síðan Þórður bróðir kvaddi þennan heim. Ég sakna hans jafn mikið í dag og ég gerði rétt eftir að ég missti hann. Það verður samt einhvern vegin bærilegra að lifa án hans.

Það sækir að manni samviskubit ef að maður gleymir honum í einn dag eða man ekki eftir einhverju í sambandi við hann, en ég hef heyrt talað um að fólk finni fyrir þessu sem misst hefur mikið.

Það er eðlilegt að gleyma með tímanum. Gleyma hægt og rólega minningum sem sátu svo fast í manni einu sinni. Það er vont og sárt að gleyma en fullkomlega eðlilegt!

Ég á mína sérstöku daga sem ég nota til að “muna”. Þá tek ég fram myndaalbúm, spila tónlist, þefa af bolnum hans eða horfi á videóspólur. Ég græt og hlæ og kveiki á minningunum mínum aftur. Það er yndislegt og mér finnst ég hafa hann nær mér þá daga……..

Elskulega fólk, verið góð við hvort annað og vonandi hjálpa þessi skrif mín einhverjum sem gengur í gegnum það sama.

Birna systir

Jólin jólin …….

Jæja þá eru jólin komin aftur og enn er erfitt að sætta sig við að hafa ekki Þórð hjá sér. Við mamma fórum í kirkjugarðinn áður en hún fór til Ítalíu og settum á leiðið ljós.

Í morgun kveikti ég á reykelsi og setti það út fyrir, eins og ég geri oft þegar mér verður hugsað til Þórðar. Nokkru seinna er bankað og vinur Calum Bjarma er fyrir utan að spyrja eftir honum. Eftir að hafa sagt honum að Calum sé ennþá í rúminu og að hann geti komið aftur eftir klukkutíma segir hann:

“af hverju ertu með reykelsi úti?”

Ég svara:

“af því að ég er að senda kveðjur til himna, hann Þórður bróðir minn er þar”

Þá svarar sé stutti:

“amma sendir nú bara kveðjur í útvarpinu”

hahahahah….. Krúttlegt ha? Hann heldur pottþétt að ég sé biluð!

Elskurnar, ég sendi jólakveðjur til himna í dag með reyk en hér sendi ég ykkur öllum sem lesið  þetta blogg, kveðjur og kossa og óska þess að öllum líði vel á sál og líkama.

Knús og klemmur, Birna systir

22 afmælisdagurinn

Engillinn

Engill svífur yfir salinn
á hvítum vængjum.
Það færist ró og friður í sál viðstaddra,
þeir sitja og lúta höfði í hljóðri bæn,
tár glitra á hvörmun.
Engillinn brosir þegar hann sér
hvers hann er megnugur.
“Ekki hafði ég slík áhrif meðan ég var á lífi.”
segir hann við sjálfan sig
og hugsar til þess
þegar hann tók ákvörðun um
að sigla yfir móðuna miklu.
Hann snertir blíðlega vanga móður sinnar,
sem situr á fremsta bekk
og horfir tárvotum augum
á kistuna umlukta fallegum blómum,
og hvíslar í eyra hennar,
“Ég elska þig mamma mín”

Ókunnur höfundur

Birna systir

4 ár eru langur tími…..

Já í gær, 25 april voru 4 ár liðin síðan hann Þórður bróðir kvaddi þennan heim. Við mamma fórum í kirkjugarðinn með hjarta klætt rósum, rós frá ömmu Birnu og nokkrar rósir frá Disco fjölskyldunni. Við sjænuðum leiðið aðeins til og ræddum hugmyndir af legsteini.

Legsteinn.

Þetta er svo endanlegt orð. Legsteinn. Ég held að ástæðan fyrir því að ekkert okkar er að pressa á að blessaði legsteinninn verði kláraður og settur upp, er akkurat sú að þá er einhvernvegin eins og málið sé búið. Leiðið orðið fínt, tilbúið, klárað, eittthvað svo endanlegt. Búið.

Maður heldur í Þórð á einhvern voðalega skrítinn hátt með því að vera sífellt að velta fyrir sér þessum “endapungti” sem að legsteinn virðist vera. Á hann að vera stór, lítill, áberandi, látlaus eða frumlegur? Á sinn hátt var Þórður allt þetta og ég veit að það sem við setjum á leiðið hans mun vekja hjá manni fallegar minningar um stórkostlegann ungann mann.

Ég sakna þín elsku ástarengillinn minn,

Birna systir