Gestabók


Hugrún Pétursdóttir 

Ég votta öllum ættingjum og vinum Þórðar alla mína samúð. Guð blessi ykkur.


Dóra Björt Guðjónsdóttir 

ég þekkti Þórð ekki neitt en það er minn missir því ég hef heyrt að hann hafi verið frábær strákur. Vil senda ættingjum hans og vinum mína innilegustu samúðarkveðju. Guð veri með ykkur.


Sindri Rafn 

ég vill byrja á því að votta móður Þórðs samúð mína og -llum hans ættingjum, ég þekkti hann nú ekki mikið en það er ávalt sárt að missa einhvern svona, ég þekki þetta mjög vel því áður hef ég misst ættingja svona, þess vegna en og aftur vill ég vottan móður hans mína hinstu samúð og vonast til að geta gert það í eigin persónu í jarðaförini sama hvar hún verður!! Samúðarkveðjur….Sindri.


Arnar Vilberg 

Það vaka englar yfir þér.
Ég verð bara að skrifa hér því þegar maður les þetta þá rignir tárum niður kinnar mér. Þórður hefur eflaust verið frábær strákur miðað við allar þessar greinar hér… ég vil votta fjölskyldu hans, ættingjum og vinum innilega samúð mína. Þórður fór of snemma en hann er eflaust í góðum höndum þar sem hann hvílir. Kv. Arnar Vilberg Húsavík


Hákon Guðröðarson 

Blessuð sé minnig þín.

Ég votta fjölskyldu þórðar samúð og virðingu mína.

Þessi dagur og eiginlega öll vikan verður tileinkuð honum Þórði mínum…en hann lést á sunnudagsmorgun 17 ára að aldri.:cry: Þórður var einn sá besti og traustasti vinur sem nokkur getur hugsað sér.. allavega frá mínu sjónarhorni. Hann var uppalinn á Dalvík og var einn mesti norðlendingur sem ég þekki. Án hans hefði Hraðbraut verið ótrúlega flöt á köflum. Mér finnst eins og það vannti 210cm í hjarta mitt. Maður gat bæði átt með honum algerar Guffa stundir og líka háalvarlegar samræður. Hann átti háleit markmið, var fluggáfaður, ótrúlega skýr strákur og allra manna yndi. Eins og þið kannski flest vitið þá hef ég gengið í gegnum margt og horft á eftir mörgum en enginn hefur verið grátinn jafn sárt og þú Þórður minn (jajj nema kannski hundurinn minn en það er líka önnur saga). Manni fannst maður oft vera stadur á sjónum um aldarmótin 1900 þegar hann hóf upp raustina, sló sér á læri og sagði manni ýkjusögur af öfum sínum og forfeðrum. Ég vona að það séu góðir körfuboltavellir hinu megin því Þórður hafði unun af körfu og ætlaði að reyna að komast í NBA og fá þannig háskólastyrk…. hann hafði nú hæðina í það. Ég var eimitt að pæla þegar ég segi hinu meginn… skyli hann vera í Valhöll eða Himnaríki?? Hann var nebblilega sanntrúaður Ási! Hvar sem hann er þá er hann á góðum og fallegum stað sem er eingöngu ætlaður hjarthreinu og góðu fólki eins og honum….. Elsku Þórður Wilardson minning þín lifir í hjörtum okkar allra sem vorum blessuð að fá að kynnast þér!
Ég votta henni Tótu mömmu hans mína innilegustu samúð en hún er ein yndislegast kona sem ég hef kynnst. Hún sá á mér aum og tók mig uppá sína arma þegar að hún sá að ég var einn og þekkti engan á skólasetningunni hér forðum… hún er sönn lopapeysa eins og ég 😉

Einnig votta ég systkinum hans og aðstandendum öllum samúð mína.

Kv. Hákon Guðröðarson


Baldur björnsson 

Ég vil aðallega votta móður hans samúð og virðingu kv.baldur


Helga Björg 

Nýr engill á himnum…
Ég þekkti Þórð því miður ekki mjög mikið en ég þekkti hann ekki öðruvísi en góðan, skemmtilegan og stórkláran strák…Ég vil votta fjölskyldu hans, vinum og öðrum aðstandendum Þórðar innilegustu samúð mína og guð veiti þeim styrk í þessari ofboðslegu sorg. Minningarnar um hann varðveitast í hjörtum okkar alla tíð. Sjáumst á himnum Doddi litli;)


Sigga og Baldur 

Við viljum votta fjölskyldu, vinum og öðrum aðstandendum samúð okkar. Við vorum heppin sem fengum að kynnast þessum yndislega strák sem átti sér stað í hjörtum okkar allra, og mun minning hans lifa svo lengi sem við lifum. Samúðarkveðja Sigga og Baldur


Rósa 

ég vil senda allri fjölskyldu Þórðar innilegrar samúðarkveðjur. Það er mikill missir að missa svona æðislegan strak úr lífi sínu. En við verðum bara að brosa til hans, og láta hann vita að við gleymum honum ekki… Kveðja Rósa


Ingunn Hjaltalín 

ég vil votta öllum sem þekktu Þórð og voru hluti að lífi hans samúðar því hann var merkismaður og mikill missir. Hans verður sárt saknað og munu orðstír hans ávalt lifa í hjörtum okkar.


Powered by Rizzi Guestbook.