Gestabók


Hlíf 

Í byrjun vil ég votta fjölskyldu Þórðar og aðstandendum samúð mína. Ég trúi ekki enn að þetta hafi gerst. Þórður var svo yndislegur strákur og þeir sem þekktu hann eiga eftir að sakna hans sárt. Ég verð alltaf þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum og ég veit að við munum aldrei gleyma honum. Við höfum misst mikið.


Inga Rut 

Elsku Þórður, ég er búin að vera með kökkinn í hálsinum og tárin í augunum og kviðið rosalega fyrir þessum degi.. ótrúlegt að það sé komið ár! Þetta er búin að vera mjög erfið vika á allan hátt, mikið að gerast um þessar mundir en samt ert þú alltaf efst í huga mér, aldrei langt undan… ég sakna þín svo, ég vildi geta sagt þér allt sem er í gangi núna, þú mundir alveg örugglega hafa einhver ráð handa mér. ég sakna þín….


Powered by Rizzi Guestbook.